Beint leiarkerfi vefsins

Fingarorlofssjur

Fingarorlof sjlfsttt starfandi ( 42 )Fingarorlofssjur ( 47 )
Fingarstyrkur nmsmanna ( 41 )Fingarstyrkur utan vinnumarkaar, minna en 25% ( 34 )
Innflytjendur ( 10 )
 
 1. g er a skja um fingarstyrk nmsmanna, hverju arf g a skila inn?
 2. Hvenr arf a skila umskn?
 3. Hvernig kem g umskninni til ykkar?
 4. Get g skipt fingarstyrksgreislum?
 5. Get g greitt lfeyrissj og stttarflag?
 6. Get g greitt sreignarsj?
 7. Rafrnn persnuafslttur
 8. Hvenr er greitt t?
 9. Er hgt a leggja inn greislur bankareikning maka?
 10. F g senda launasela fr Fingarorlofssji?
 11. Hvar f g vottor um tlaan fingardag?
 12. Vi erum ekki skr samb, arf a skila einhverju srstku vegna ess?
 13. Hvar fst faernisviurkenning (stafesting faerni)?
 14. Hvenr er hgt a hefja tku fingarstyrks?
 15. Hvernig last maur rtt til fingarstyrks nmsmanna?
 16. Hva er fullt nm?
 17. arf g a vera me lgheimili slandi til a eiga rtt?
 18. g hef unni aeins sustu 6 mn. skiptir a einhverju mli?
 19. g flutti erlendis vegna nms, g rtt fingarstyrk nmsmanna?
 20. g flutti erlendis og byrjai skla hlfu ri seinna, g rtt fingarstyrk nmsmanna?
 21. Maki minn er nmi erlendis, g rtt fingarstyrk utan vinnumarkaar?
 22. g var vinnumarkai en er n nmi. Hvaa rtt g?
 23. g lauk einnar annar nmi og fr svo a vinna. Hva rtt g?
 24. g veiktist og ni ekki a ljka fullu nmi. Hvaa rtt g?
 25. g er a ljka nmi en eftir minna en 75% af nmi sustu nn. Hvaa rtt g?
 26. Hversu langur er fingarstyrkur foreldra?
 27. Hvenr fellur rttur til fingarstyrks niur?
 28. hvaa tilvikum getur rttur til fingarstyrks flust milli foreldra?
 29. Hversu hr er nmsmannastyrkurinn?
 30. Eiga foreldrar fjlbura rtt lengri fingarstyrk?
 31. Eiga foreldrar einhvern rtt ef um fsturlt er a ra?
 32. Eiga foreldrar einhvern rtt ef um andvana fingu er a ra?
 33. g arf a htta nmi vegna veikinda mur megngu g einhvern rtt lengingu?
 34. Hvernig er me mur sem veikjast tengslum vi fingu, hvaa rtt hafa r?
 35. Eiga foreldrar rtt lengri fingarstyrk vegna alvarlegra veikinda ea ftlunar barns?
 36. Eiga einstar mur sem gengist hafa undir tknifrjvgun lengri rtt?
 37. Eiga einhleypir foreldrar sem hafa ttleitt barn ea teki varanlegt fstur lengri rtt?
 38. Hver er upphafsdagur fingarstyrks ef um ttleiingu ea varanlegt fstur er a ra?
 39. arf a skila einhverju aukalega inn ef um ttleiingu er a ra?
 40. Vi erum a taka a okkur barn varanlegt fstur hverju skilum vi inn sem stafestir a?
 41. g og maki minn frum tknifrjvgun urfum vi a skila inn einhverju vegna ess?
1. g er a skja um fingarstyrk nmsmanna, hverju arf g a skila inn?
Skila þarf umsókn um fæðingarstyrk námsmanna, vottorði um áætlaðan fæðingardag (fæst hjá ljósmóður), staðfestingu frá viðkomandi skóla um fullt nám og námsframvindu. Til þess að nýta persónuafslátt þarf að fylla út eyðublaðið "Beiðni um nýtingu persónuafsláttar" og senda í síðasta lagi 20. dag þess mánaðar sem sótt er um fæðingarstyrk fyrir. Einnig þarf að berast forsjársamningur eða faðernisviðurkenning  (staðfesting á faðerni) ásamt samþykki forsjárforeldris fyrir töku fæðingarstyrks forsjárlauss foreldris ef foreldrar eru ekki skráð í sambúð. Til að samþykkja er hægt að senda inn eyðublaðið "Umgengnisréttur" sem er að finna inni á heimasíðu sjóðsins.
2. Hvenr arf a skila umskn?
Umsókn þarf að skila inn til Vinnumálastofnunar eða til Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga þremur vikum fyrir áætlaðan fæðingardag.
3. Hvernig kem g umskninni til ykkar?
Hægt er að senda umsóknir og önnur gögn með pósti, tölvupósti eða faxi. Læknisvottorð þarf að berast með pósti þar sem við þurfum frumritið.
4. Get g skipt fingarstyrksgreislum?
Nei, þeir sem eru að fá greiddan fæðingarstyrk geta ekki skipt greiðslunum.  Fæðingarstyrk verður að taka samfellt og það má ekki þiggja laun fyrir sama tímabil og greiddur er fæðingarstyrkur námsmanna.
5. Get g greitt lfeyrissj og stttarflag?
Þeir sem fá greiddan fæðingarstyrk námsmanna greiða ekki í lífeyrissjóð og stéttarfélag.
6. Get g greitt sreignarsj?
Þeir sem fá greiddan fæðingarstyrk námsmanna hafa ekki möguleika á því að greiða í séreignarsjóð.
7. Rafrnn persnuafslttur

Til þess að nýta persónuafslátt hjá Fæðingarorlofssjóði þarf að fylla út eyðublaðið "Beiðni um nýtingu persónuafsláttar" og senda í síðasta lagi 20. dag þess mánaðar sem sótt er um fæðingarorlof fyrir. 

8. Hvenr er greitt t?
Fæðingarstyrkur námsmanna er afgreiddur frá fyrsta hvers mánaðar. Greitt er út eftir á fyrir undanfarandi mánuð eða hluta úr mánuði í fæðingarorlofi.
9. Er hgt a leggja inn greislur bankareikning maka?
Nei, greiðslur verða að leggjast inn á reikning og kennitölu umsækjanda.
10. F g senda launasela fr Fingarorlofssji?
Já allir launaseðlar eru sendir í heimabanka viðkomandi.
11. Hvar f g vottor um tlaan fingardag?
Vottorð um áætlaðan fæðingardag er hægt að fá hjá ljósmóður.
12. Vi erum ekki skr samb, arf a skila einhverju srstku vegna ess?

Ef þið eruð ekki skráð í sambúð þarf forsjárforeldri barns að veita samþykki sitt fyrir töku fæðingarstyrks forsjárlauss foreldris. Það er hægt með því að fylla út og senda eyðublaðið "Umgengnisréttur" og er að finna inni á heimasíðu sjóðsins. Einnig þarf að berast faðernisviðurkenning (staðfesting á faðerni) sem getur verið fæðingarvottorð frá Þjóðskrá Íslands eftir að feðrun á sér stað eða samningur um sameiginlega forsjá sem gerður er hjá sýslumanni.

13. Hvar fst faernisviurkenning (stafesting faerni)?

Faðernisviðurkenningu (staðfestingu á faðerni) er hægt að fá hjá sýslumanni eða fyrir dómara skv. ll.kafla barnalaga. Best er að skoða heimasíðu sýslumanna syslumenn.is til að fá nánari upplýsingar. Hana færðu einnig í formi fæðingarvottorðs sem er útgefið af Þjóðskrá Íslands eftir að feðrun hefur átt sér stað.

14. Hvenr er hgt a hefja tku fingarstyrks?
Taka fæðingarstyrks getur í fyrsta lagi hafist fyrsta dag þess mánaðar sem barn fæðist í og er þá greitt fyrir fæðingarmánuð barns óháð hvaða mánaðardag barn fæddist. Einnig má hefja töku fæðingarstyrks seinna en óheimilt er að skipta greiðslutímabili fæðingarstyrks yfir á fleiri en eitt tímabil. 
15. Hvernig last maur rtt til fingarstyrks nmsmanna?

Foreldrar sem hafa verið í fullu námi í a.m.k. sex mánuði á síðustu tólf mánuðum fyrir fæðingu barns, ættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur og staðist kröfur um námsframvindu á þeim tíma geta öðlast rétt til fæðingarstyrks námsmanna. Leggja þarf fram staðfestingu frá viðkomandi skóla um að foreldrið hafi verið skráð í fullt nám og hafi staðist kröfur um námsframvindu á þeim tíma, þ.e. hve mörgum einingum foreldri hefur lokið á hverri önn síðustu tólf mánuði fyrir fæðingardag barns o.s.frv. Ekki er heimilt að taka meðaltal tveggja anna við mat á námsframvindu. Heimilt er að taka tillit til ástundunar náms í stað námsárangurs á þeirri skólaönn sem barn fæðist.

16. Hva er fullt nm?

Fullt nám er 75 - 100% samfellt nám, verklegt eða bóklegt, í viðurkenndri menntastofnun innan hins almenna menntakerfis á Íslandi sem stendur yfir í a.m.k. sex mánuði. Enn fremur er átt við 75 - 100% nám á háskólastigi og annað nám sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Einstök námskeið teljast ekki til náms.

17. arf g a vera me lgheimili slandi til a eiga rtt?

Að jafnaði skal foreldri eiga lögheimili á Íslandi við fæðingu barns, ættleiðingu eða varanlegt fóstur og hafa átt lögheimili hér á landi síðustu 12 mánuði fyrir þann tíma. Heimilt er þó að veita undanþágu frá lögheimilisskilyrði hafi foreldri flutt lögheimili sitt tímabundið vegna náms erlendis enda hafi foreldri átt lögheimili hér á landi samfellt í a.m.k. fimm ár fyrir flutning. Hið sama gildir þegar foreldri hefur flutt lögheimili sitt tímabundið og stundar fjarnám við íslenskan skóla á þeim tíma enda hafi foreldri átt lögheimili hér á landi samfellt í a.m.k. fimm ár fyrir flutning og fullnægir öðrum skilyrðum um fæðingarstyrk til foreldra í fulu námi.

Hafi foreldri átt lögheimili hér á landi í a.m.k. einhvern tíma í síðasta mánuði fyrir fæðingardag barns eða þann dag er barn kemur inn á heimili vegna ættleiðingar eða töku í varanlegt fóstur skal tillit tekið til búsetutímabila foreldris í öðrum EES-ríkjum þegar metið er hvort foreldri uppfylli lögheimilisskilyrði. Foreldri þarf að hafa verið tryggt á sama tíma í því ríki og ekki liðið meira en mánuður frá því að tryggingatímabili þess ríkis lauk. Foreldri skal láta tilskilin vottorð um búsetutímabil og tryggingatímabil í öðru EES-ríki fylgja með umsókninni.

18. g hef unni aeins sustu 6 mn. skiptir a einhverju mli?
Ef þú hefur eitthvað verið að vinna síðustu 6 mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag þá þarf að senda inn tilkynningu vinnuveitanda um tilhögun fæðingarorlofs eða starfslokavottorð ef þú ert hætt/ur að vinna.
19. g flutti erlendis vegna nms, g rtt fingarstyrk nmsmanna?
 Ef þú nærð fullnægjandi námsframvindu, sex mánuði af síðustu tólf mánuðum og hafir sannarlega flutt erlendis til að stunda nám átt þú rétt á fæðingarstyrk námsmanna.
20. g flutti erlendis og byrjai skla hlfu ri seinna, g rtt fingarstyrk nmsmanna?
Ef þú getur sýnt fram á að þú hafir verið í samskiptum við skólann áður en flutningur átti sér stað þá getur þú sótt um.
21. Maki minn er nmi erlendis, g rtt fingarstyrk utan vinnumarkaar?
Foreldri sem flytur lögheimili sitt erlendis tímabundið, vegna náms maka síns, á ekki rétt á fæðingarstyrk sem foreldri utan vinnumarkaðar.  Ef þú hins vegar átt lögheimili hér á landi við fæðingu barns og sýnir fram á E1-04 vottorð um búsetu í EES landi áður en barnið fæddist þá átt þú rétt á fæðingarstyrk utan vinnumarkaðar. 
22. g var vinnumarkai en er n nmi. Hvaa rtt g?

Heimilt er að greiða foreldri fæðingarstyrk þrátt fyrir að skilyrði um full nám í a.m.k. sex mánuði á síðustu 12 mánuðum fyrir fæðingu barns, ættleiðingu eða varanlegt fóstur sé ekki uppfyllt hafi foreldri verið samfellt í a.m.k. sex mánuði á innlendum vinnumarkaði fram til þess að námið hófst.

23. g lauk einnar annar nmi og fr svo a vinna. Hva rtt g?

Heimilt er að greiða foreldri fæðingarstyrk sem námsmanni þegar foreldri hefur lokið a.m.k. einnar annar námi og hefur síðan verið samfellt á innlendum vinnumarkaði. Skilyrði er að nám og starf hafi verið samfellt í a.m.k. sex mánuði.

24. g veiktist og ni ekki a ljka fullu nmi. Hvaa rtt g?

Heimilt er að greiða móður fæðingarstyrk þó að hún uppfylli ekki skilyrði um að hafa staðist kröfur um námsframvindu og/eða ástundun náms enda hafi hún ekki getað stundað nám á meðgöngu vegna heilsufarsástæðna. Móðir skal leggja fram vottorð sérfræðilæknis sem annast hefur hana á meðgöngu því til staðfestingar ásamt staðfestingu frá skóla um að hún hafi verið skráð í fullt nám.

Með meðgöngutengdum heilsufarsástæðum er átt við:

 1. Sjúkdóma sem upp koma vegna meðgöngu og valda óvinnufærni.
 2. Sjúkdóma, tímabundna eða langvarandi sem versna á meðgöngu og valda óvinnufærni.
 3. Fyrirbyggjandi meðferð til að koma í veg fyrir fyrirburafæðingu eða til að vernda heilsu fósturs, enda valdi meðferðin óvinnufærni.

Undanþágan gildir ekki fyrir hitt foreldrið sem gæti þess í stað átt rétt á fæðingarstyrk utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi. 

25. g er a ljka nmi en eftir minna en 75% af nmi sustu nn. Hvaa rtt g?

Heimilt er að greiða foreldri fæðingarstyrk þótt það fullnægi ekki skilyrði um fullt nám þegar það á eftir minna en sem nemur 75% af námi á síðustu önn í námi og ljóst er að viðkomandi er að ljúka tiltekinni prófgráðu. Foreldrið skal jafnframt fullnægja öðrum skilyrðum til að eiga rétt á undanþágunni.

26. Hversu langur er fingarstyrkur foreldra?
Foreldrar eiga sjálfstæðan rétt til fæðingarstyrks í þrjá mánuði hvort fyrir sig. Auk þess eiga foreldrar sameiginlegan rétt, þ.e. þrír mánuðir til viðbótar, sem annað foreldrið getur tekið í heild eða foreldrar skipt með sér.
27. Hvenr fellur rttur til fingarstyrks niur?
Réttur til fæðingarstyrks fellur niður er barnið nær 24 mánaða aldri.
28. hvaa tilvikum getur rttur til fingarstyrks flust milli foreldra?
 • Ef annað foreldranna andast áður en barn nær 24 mánaða aldri og hefur þá ekki tekið út allan fæðingarstyrkinn sinn færist sá réttur sem hinn látni hefur ekki þegar nýtt sér yfir til eftirlifandi foreldris.
 • Foreldri sem er ófært vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss eða afplánunar refsivistar um að annast barn sitt á fyrstu 24 mánuðunum eftir fæðingu þess er heimilt að framselja rétt sinn til fæðingarstyrks sem það hefur ekki þegar nýtt sér til hins foreldrisins að hluta eða öllu leyti. Hið sama gildir um ættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur.
 • 29. Hversu hr er nmsmannastyrkurinn?
  30. Eiga foreldrar fjlbura rtt lengri fingarstyrk?
  Sameiginlegur réttur foreldra til greiðslna framlengist um þrjá mánuði fyrir hvert barn umfram eitt sem fæðist á lífi eða fæðist andvana eftir 22 vikna meðgöngu.
  31. Eiga foreldrar einhvern rtt ef um fsturlt er a ra?
  Sameiginlegur réttur er tveir mánuðir vegna fósturláts eftir 18 vikna meðgöngu. Með umsókn þarf að fylgja læknisvottorð eða yfirlýsing frá sjúkrahúsi þar sem tímalengd meðgöngu kemur fram og móðerni og faðerni barnsins. Einungis er heimilt að taka styrkinn út næstu tvo mánuði eftir fósturlát.
  32. Eiga foreldrar einhvern rtt ef um andvana fingu er a ra?

  Foreldrar eiga sjálfstæðan rétt til fæðingarstyrks í allt að þrjá mánuði hvort um sig frá þeim degi að andvanafæðing á sér stað eftir 22 vikna meðgöngu.  Með umsókn þarf að fylgja læknisvottorð eða yfirlýsing frá sjúkrahúsi þar sem tímalengd meðgöngu kemur fram og móðerni og faðerni barnsins. Einungis er heimilt að taka styrkinn út næstu þrjá mánuði eftir andvanafæðingu.

  33. g arf a htta nmi vegna veikinda mur megngu g einhvern rtt lengingu?
  Nei, mæður sem fá greiddan fæðingarstyrk eiga ekki rétt á lengingu vegna veikinda á meðgöngu. Þær kunna þó að eiga rétt á undanþágu frá skilyrðinu um fullt nám, sjá svar við spurningu nr. 25.
  34. Hvernig er me mur sem veikjast tengslum vi fingu, hvaa rtt hafa r?
  Heimilt er að framlengja rétt til fæðingarstyrks til móður um allt að tvo mánuði vegna alvarlegra veikinda hennar sjálfrar í tengslum við fæðingu enda hafi hún þann tíma sem fæðingarstyrkur var greiddur verið ófær um að annast um barn sitt vegna veikindanna að mati sérfræðilæknis. Miðað er við að veikindi móður megi rekja til fæðingarinnar sjálfrar sem valdi því að hún hafi þann tíma sem fæðingarstyrkur var greiddur verið ófær um að annast um barn sitt.
  35. Eiga foreldrar rtt lengri fingarstyrk vegna alvarlegra veikinda ea ftlunar barns?
  Já heimilt er að framlengja sameiginlegan rétt foreldra til fæðingarstyrks um allt að sjö mánuði ef um er að ræða alvarlegan sjúkleika barns eða alvarlega fötlun sem krefst nánari umönnunar foreldris. Rökstyðja skal þörf fyrir lengingu á fæðingarstyrk með vottorði sérfræðilæknis.
  36. Eiga einstar mur sem gengist hafa undir tknifrjvgun lengri rtt?

  Já einstæðar mæður sem gengist hafa undir tæknifrjóvgun eiga rétt á fæðingarstyrk í allt að níu mánuði.

  37. Eiga einhleypir foreldrar sem hafa ttleitt barn ea teki varanlegt fstur lengri rtt?

  Já þeir eiga rétt á allt að níu mánuðum.

  38. Hver er upphafsdagur fingarstyrks ef um ttleiingu ea varanlegt fstur er a ra?
  1. Við ættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur er miðað við þann tíma þegar barnið kemur inn á heimilið, enda staðfesti barnaverndarnefnd aða aðrir til þess bærir aðilar ráðstöfunina.
  2. Í þeim tilvikum þegar barnið kemur inn á heimilið og um er að ræða reynslutíma áður en til ættleiðingar eða varanlegs fósturs getur komið er heimilt að miða við upphaf þess tíma enda staðfesti barnaverndarnefnd eða aðrir til þess bærir aðilar ráðstöfunina.
  3. Ef foreldrar þurfa að sækja barnið til annarra landa getur fæðingarorlof hafist við upphaf ferðar, enda hafi viðkomandi yfirvöld eða stofnun staðfest að barn fáist ættleitt.  
  39. arf a skila einhverju aukalega inn ef um ttleiingu er a ra?
  Já skila þarf inn forsamþykki ættleiðingar útgefnu af sýslumanni og staðfestingu á ættleiðingu erlends stjórnvalds eigi það við.
  40. Vi erum a taka a okkur barn varanlegt fstur hverju skilum vi inn sem stafestir a?
  Skila þarf til Fæðingarorlofssjóðs staðfestingu frá Barnaverndaryfirvöldum eða öðrum þar til bærum aðilum að um varanlegt fóstur sé að ræða.
  41. g og maki minn frum tknifrjvgun urfum vi a skila inn einhverju vegna ess?
  Já skila þarf inn staðfestingu um tæknifrjóvgun frá viðurkenndri stofnun (Livio).

  Enska / englishReiknivl - treikningur greislnarskurir rskurarnefndar fingar- og foreldraorlofsmlaLknagttSpurt og svarattu von barniisland.isNorrn vefgtt um almannatryggingar

  Samskipti


  Fæðingarorlofssjóður:
  Strandgata 1, 530 Hvammstanga
  Kt. 450101-3380
  Banki: 0111-26-1800

  Opnunartímar:
  Hvammstangi frá 9-15.
  Kringlan 1 Reykjavík, sjá hér.
  Aðrar þjónustuskrifstofur, sjá hér. 

  Símatímar:
  Alla virka daga frá 9-15.

  Sími: 515-4800
  Fax: 582-4850
  Netfang: faedingarorlof@vmst.is

  Text marker
  Hefur þú ábendingu um
  hvernig bæta megi þjónustu
  Fæðingarorlofssjóðs?

   Ábendingar 

   


  Stjrnbor

  Forsa vefsins Stkka letur Minnka letur Senda essa su Prenta essa su Veftr Hamur fyrir sjnskerta

  Mynd

  Fingarorlofssjur