Beint į leišarkerfi vefsins

Fęšingarorlofssjóšur

Fęšingarorlof sjįlfstętt starfandi ( 39 )Fęšingarorlofssjóšur ( 46 )
Fęšingarstyrkur nįmsmanna ( 31 )Fęšingarstyrkur utan vinnumarkašar, minna en 25% ( 29 )
Innflytjendur ( 10 )
 
 1. Get ég greitt ķ lķfeyrissjóš og stéttarfélag?
 2. Get ég greitt ķ séreignarsjóš?
 3. Ég hef unniš ašeins į sķšustu 6 mįn. skiptir žaš einhverju mįli?
 4. Žarf aš senda inn skattkort?
 5. Fę ég skattkortiš mitt sjįlfkrafa til baka žegar greišslum er lokiš?
 6. Get ég skipt fęšingarstyrksgreišslum?
 7. Hvaš er 75% nįmsįrangur?
 8. Ég hef veriš ķ skóla sķšustu önn į ég rétt į greišslum sem nįmsmašur?
 9. Ég var bśin aš vera ķ skóla ķ 1 įr en hętti svo ķ skólanum į žessari önn og fór aš vinna. Hvaša rétt hef ég?
 10. Ég flutti erlendis og byrjaši ķ skóla hįlfu įri seinna, į ég rétt į fęšingarstyrk nįmsmanna?
 11. Ég flutti erlendis vegna nįms, į ég rétt į fęšingarstyrk nįmsmanna?
 12. Maki minn er ķ nįmi erlendis, į ég rétt į fęšingarstyrk utan vinnumarkašar?
 13. Hvenęr žarf aš senda umsókn til Fęšingarorlofssjóšs?
 14. Viš erum ekki skrįš ķ sambśš, hverju žarf aš skila inn?
 15. Hvenęr er hęgt aš hefja töku fęšingarstyrks?
 16. Hversu hįr er nįmsmannastyrkurinn?
 17. Er hęgt aš leggja inn greišslur į bankareikning maka?
 18. Hvar fę ég vottorš um įętlašan fęšingardag?
 19. Fę ég senda launasešla frį Fęšingarorlofssjóši?
 20. Hversu langt er fęšingarorlofiš hjį móšur og föšur?
 21. Hvenęr fellur réttur til fęšingarorlofs nišur?
 22. Hvernig kem ég umsókninni til ykkar?
 23. Er réttur foreldra til fęšingarstyrks yfirfęranlegur?
 24. Eiga foreldrar fjölbura rétt į lengra orlofi?
 25. Eiga foreldrar einhvern rétt ef um fósturlįt er aš ręša?
 26. Eiga foreldrar einhvern rétt ef um andvana fęšingu er aš ręša?
 27. Ég žarf aš hętta aš vinna vegna veikinda į mešgöngu į ég einhvern rétt į lengingu?
 28. Hvernig er meš męšur sem veikjast ķ tengslum viš fęšingu, hvaša rétt hafa žęr?
 29. Eiga foreldrar rétt į lengra fęšingarorlofi ef barn žarf aš dveljast į sjśkrahśsi?
 30. Eiga foreldrar rétt į lengra fęšingarorlofi vegna alvarlegra veikinda barns?
 31. Hver er upphafsdagur fęšingarorlofs ef um ęttleišingu er aš ręša?
1. Get ég greitt ķ lķfeyrissjóš og stéttarfélag?
Þeir sem fá greiddan fæðingarstyrk námsmanna greiða ekki í lífeyrissjóð og stéttarfélag.
2. Get ég greitt ķ séreignarsjóš?
Þeir sem fá greiddan fæðingarstyrk námsmanna hafa ekki möguleika á því að greiða í séreignarsjóð.
3. Ég hef unniš ašeins į sķšustu 6 mįn. skiptir žaš einhverju mįli?
Ef þú hefur eitthvað verið að vinna síðustu 6 mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag þá þarf að senda inn tilkynningu vinnuveitanda um tilhögun fæðingarorlofs eða starfslokavottorð ef þú ert hætt/ur að vinna.
4. Žarf aš senda inn skattkort?
Já það þarf að senda inn skattkort fyrir 20. þess mánaðar sem greiðsla fer fram.
5. Fę ég skattkortiš mitt sjįlfkrafa til baka žegar greišslum er lokiš?
Þegar greiðslum er lokið verður skattkortið sent til baka á skráð heimilisfang.
6. Get ég skipt fęšingarstyrksgreišslum?
Nei, þeir sem eru að fá greiddan fæðingarstyrk geta ekki skipt greiðslunum.  Fæðingarstyrk verður að taka samfellt og það má ekki þiggja greiðslur frá öðrum á meðan maður fær greiddan fæðingarstyrk.
7. Hvaš er 75% nįmsįrangur?
Í framhaldsskóla er 75% námsárangur 13 einingar á önn en í háskóla er 75% námsárangur 11 einingar eða 22 ects á önn.
8. Ég hef veriš ķ skóla sķšustu önn į ég rétt į greišslum sem nįmsmašur?
Reglurnar eru þannig að þú verður að hafa náð 75% námsárangri 6 mánuði á síðustu 12 mánuðum fyrir áætlaðan fæðingardag.  Ef þú hefur einungis verið í skóla í eina önn þá þarftu að hafa verið á vinnumarkaði 6 mánuði samfellt áður en nám hófst.
9. Ég var bśin aš vera ķ skóla ķ 1 įr en hętti svo ķ skólanum į žessari önn og fór aš vinna. Hvaša rétt hef ég?
Ef þú nærð ekki að vinna í 6 mánuði þá átt þú rétt á greiðslum sem námsmaður þ.e. ef þú hefur náð 75% námsframvindu 6 mánuði á síðustu 12 mánuðum fyrir áætlaðan fæðingardag barns.
10. Ég flutti erlendis og byrjaši ķ skóla hįlfu įri seinna, į ég rétt į fęšingarstyrk nįmsmanna?
Ef þú getur sýnt fram á að þú hafir verið í samskiptum við skólann áður en flutningur átti sér stað þá getur þú sótt um.
11. Ég flutti erlendis vegna nįms, į ég rétt į fęšingarstyrk nįmsmanna?
 Ef þú nærð fullnægjandi námsframvindu, sex mánuði af síðustu tólf mánuðum og hafir sannarlega flutt erlendis til að stunda nám átt þú rétt á fæðingarstyrk námsmanna.
12. Maki minn er ķ nįmi erlendis, į ég rétt į fęšingarstyrk utan vinnumarkašar?
Foreldri sem flytur lögheimili sitt erlendis tímabundið, vegna náms maka síns, á ekki rétt á fæðingarstyrk sem foreldri utan vinnumarkaðar.  Ef þú hins vegar átt lögheimili hér á landi við fæðingu barns og sýnir fram á E104 vottorð um búsetu í EES landi áður en barnið fæddist þá átt þú rétt á fæðingarstyrk lægri.
13. Hvenęr žarf aš senda umsókn til Fęšingarorlofssjóšs?
Umsókn þarf að skila inn til Vinnumálastofnunar eða til Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga í síðasta lagi þremur vikum fyrir áætlaðan fæðingardag.
14. Viš erum ekki skrįš ķ sambśš, hverju žarf aš skila inn?

Barn fætt fyrir 1. júní 2008: Þið þurfið að senda inn gögn frá sýslumanninum um að þið farið með sameiginlega forsjá.

Barn fætt eftir 1. júní 2008: Ef þið eruð ekki skráð í sambúð þá þarf forsjárforeldri barns að veita samþykki sitt fyrir fæðingarstyrk forsjárlauss foreldris. Einnig þarf að berast faðernisviðurkenning eða samningur um sameiginlega forsjá sem gerður er hjá sýslumanni.

15. Hvenęr er hęgt aš hefja töku fęšingarstyrks?
 Töku fæðingarstyrks má hefja í fæðingarmánuði barns eða seinna.
16. Hversu hįr er nįmsmannastyrkurinn?
17. Er hęgt aš leggja inn greišslur į bankareikning maka?
Nei, greiðslur verða að leggjast inn á reikning og kennitölu umsækjanda.
18. Hvar fę ég vottorš um įętlašan fęšingardag?
 Vottorð um áætlaðan fæðingardag er hægt að fá hjá ljósmóður.
19. Fę ég senda launasešla frį Fęšingarorlofssjóši?
Nei, allir launaseðlar eru sendir í heimabanka viðkomandi.
20. Hversu langt er fęšingarorlofiš hjį móšur og föšur?
Móðir á rétt á þremur mánuðum og faðir á rétt á þremur mánuðum.  Auk þess eiga foreldrar sameiginlegan rétt, þ.e. þrír mánuðir til viðbótar sem annað foreldrið getur tekið í heild eða foreldrar skipt því með sér.
21. Hvenęr fellur réttur til fęšingarorlofs nišur?
Réttur til fæðingarorlofs fellur niður er barnið nær 18 mánaða aldri.
22. Hvernig kem ég umsókninni til ykkar?
 Hægt er að senda umsóknir og önnur gögn með pósti, tölvupósti eða faxi. Skattkort verður að berast með pósti þar sem við þurfum frumrit.
23. Er réttur foreldra til fęšingarstyrks yfirfęranlegur?

Barn fætt fyrir 1. júní 2008: Ef annað foreldranna andast áður en barn nær 18 mánaða aldri og hefur þá ekki tekið út allt fæðingarorlofið sitt þá færist sá réttur sem hinn látni hefur ekki þegar nýtt sér yfir til eftirlifandi foreldris.

Barn fætt eftir 1. júní 2008:

 • Ef annað foreldranna andast áður en barn nær 18 mánaða aldri og hefur þá ekki tekið út allan fæðingarstyrkinn sinn þá færist sá réttur sem hinn látni hefur ekki þegar nýtt sér yfir til eftirlifandi foreldris.
 • Í þeim tilvikum er annað foreldrið andast á meðgöngu barns og barnið fæðist lifandi færist réttur þess látna yfir til eftirlifandi foreldris.
 • Foreldri sem er ófært vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss eða afplánunar refsivistar um að annast barn sitt á fyrstu átján mánuðunum eftir fæðingu þess er heimilt að framselja rétt sinn til fæðingarstyrks sem það hefur ekki þegar nýtt sér til hins foreldrisins að hluta eða öllu leyti. Hið sama gildir um ættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur.
24. Eiga foreldrar fjölbura rétt į lengra orlofi?
Sameiginlegur réttur foreldra til greiðslna framlengist um þrjá mánuði fyrir hvert barn umfram eitt.
25. Eiga foreldrar einhvern rétt ef um fósturlįt er aš ręša?
Sameiginlegur réttur er tveir mánuðir vegna fósturláts eftir 18 vikna meðgöngu. Með umsókn þarf að fylgja læknisvottorð. Foreldrar þurfa að vera giftir eða skráðir í sambúð til að faðirinn eigi rétt.
26. Eiga foreldrar einhvern rétt ef um andvana fęšingu er aš ręša?
Sameiginlegur réttur er þrír mánuðir vegna andvana fæðingar eftir 22 vikna meðgöngu.  Með umsókn þarf að fylgja læknisvottorð.  Foreldrar þurfa að vera giftir eða skráðir í sambúð til að faðirinn eigi rétt.
27. Ég žarf aš hętta aš vinna vegna veikinda į mešgöngu į ég einhvern rétt į lengingu?
Nei, þær sem fá greiddan fæðingarstyrk eiga ekki rétt á lengingu vegna veikinda á meðgöngu.
28. Hvernig er meš męšur sem veikjast ķ tengslum viš fęšingu, hvaša rétt hafa žęr?
Heimilt er að framlengja rétt til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði til móður um allt að tvo mánuði vegna alvarlegra veikinda hennar sjálfrar sem eru í tengslum við fæðingu.  Miðað er við að veikindi móður megi rekja til  fæðingar sem valdi því að hún geti ekki annast barn sitt.
29. Eiga foreldrar rétt į lengra fęšingarorlofi ef barn žarf aš dveljast į sjśkrahśsi?
Þurfi barn að dveljast lengur en sjö daga á sjúkrahúsi vegna veikinda eða fyrirburafæðingar er heimilt að framlengja samanlagðan rétt foreldra til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði um þann dagafjölda.  Upphaf greiðslna miðast þá við fæðingardag barns og lok  við fyrstu heimkomu þess, að hámarki fjórum mánuðum síðar.
30. Eiga foreldrar rétt į lengra fęšingarorlofi vegna alvarlegra veikinda barns?
Ef barn er alvarlega veikt og nánari umönnun foreldris er nauðsynleg er heimilt að framlengja sameiginlegan rétt til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði / fæðingarstyrks í allt að þrjá mánuði ef um er að ræða alvarlegan sjúkleika barns sem krefst nánari ummönnunar forleldris.
31. Hver er upphafsdagur fęšingarorlofs ef um ęttleišingu er aš ręša?
Við ættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur er miðað við þann tíma þegar barnið kemur inn á heimilið en heimilt er að fæðingarorlofið hefjist við upphaf ferðar ef sækja þarf barn til annarra landa.

Spurt og svarašReiknivél - śtreikningur greišslnaLęknisvottoršŚrskuršir śrskuršarnefndar fęšingar- og foreldraorlofsmįlaViltu lįta gott af žér leiša ķ fęšingarorlofinu ?island.isNorręn vefgįtt um almannatryggingarInformation & applications in other languagesEnska / english

Samskipti

Vinnumálastofnun -
Fæðingarorlofssjóður
Strandgötu 1
530 Hvammstanga
Netfang / Fyrirspurnir
faedingarorlof@vmst.is

Opið er alla virka daga
hjá Fæðingarorlofssjóði á
Hvammstanga frá kl. 09:00 - 15:30.

Opið er alla virka daga í
Kringlunni 1 í Reykjavík frá
kl. 09:00 - 13:00.

Símatími er frá 9 - 15 alla virka daga. 

Sími: 582-4840
Fax:   582-4850

Kennitala:
450101 – 3380
Bankaupplýsingar:
111 – 26 – 1800


Stjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré Hamur fyrir sjónskerta

Mynd

Fęšingarorlofssjóšur