Beint į leišarkerfi vefsins

Fęšingarorlofssjóšur

Fęšingarorlof sjįlfstętt starfandi ( 39 )Fęšingarorlofssjóšur ( 46 )
Fęšingarstyrkur nįmsmanna ( 31 )Fęšingarstyrkur utan vinnumarkašar, minna en 25% ( 29 )
Innflytjendur ( 10 )
 
 1. Verš ég aš greiša ķ lķfeyrissjóš, stéttarfélag og séreignarsparnaš?
 2. Greišir Fęšingarorlofsjóšur mótframlag ķ séreignarsjóš?
 3. Hvaša mįli skiptir žaš hvort ég greiši ķ stéttarfélag eša ekki?
 4. Žarf aš senda inn skattkort?
 5. Fę ég skattkortiš mitt sjįlfkrafa til baka žegar greišslum er lokiš?
 6. Er hęgt aš leggja inn greišslur į bankareikning maka?
 7. Hvar fę ég vottorš um įętlašan fęšingardag?
 8. Ég er aš sękja um fęšingarorlof og er į vinnumarkaši, hverju žarf ég aš skila inn?
 9. Viš erum ekki skrįš ķ sambśš, žarf aš skila einhverju sérstöku vegna žess?
 10. Hvar fęr mašur fašernisvišurkenningu?
 11. Getur fašir hafiš töku fęšingarorlofs fyrir įętlašan fęšingardag barns?
 12. Hvar skrįi ég aš ég ętli aš dreifa orlofinu mķnu į fleiri mįnuši?
 13. Ég ętla aš vera ķ fęšingarorlofi ķ 2 vikur eftir fęšingu barns en töku afgangsins er ekki įkvešinn hvernig snż ég mér ķ žvķ?
 14. Ég er ekki meš vinnuveitanda (t.d. atvinnuleysisbętur) en į rétt į greišslum śr Fęšingarorlofssjóši, žarf ég aš skila inn tilkynningarblaši?
 15. Ég er bśin aš skila inn tilkynningu um tilhögun fęšingarorlofs, en nśna verš ég aš breyta fyrirhugušum dagsetningum. Hvernig snż ég mér ķ žvķ?
 16. Get ég tekiš orlofiš mitt hvenęr sem er?
 17. Ég er aš vinna į tveimur stöšum, get ég veriš ķ fęšingarorlofi ķ annarri vinnunni og unniš įfram ķ hinni?
 18. Hvernig kem ég umsókninni til ykkar?
 19. Hvers vegna žarf ég aš skila inn tveimur launasešlum?
 20. Fę ég senda launasešla frį Fęšingarorlofssjóši?
 21. Hversu langt er fęšingarorlofiš hjį móšur og föšur?
 22. Hvenęr fellur réttur til fęšingarorlofs nišur?
 23. Hvernig er žaš ef annaš foreldriš fellur frį įšur en žaš hefur klįraš rétt sinn til fęšingarorlofs?
 24. Ręš ég alveg hvernig ég skipti fęšingarorlofinu mķnu?
 25. Hvaš gerist ef vinnuveitandi getur ekki fallist į óskir starfsmannsins um tilhögun fęšingarorlofs?
 26. Hvaš ef samkomulag nęst ekki?
 27. Hvenęr žarf aš skila umsókn?
 28. Hverjir öšlast rétt į greišslum śr Fęšingarorlofssjóši?
 29. Hvernig reiknast greišslur sem mašur fęr śr Fęšingarorlofssjóši?
 30. Er eitthvaš žak į greišslum śr Fęšingarorlofssjóši?
 31. Hvaš telst samfellt starf?
 32. Ég var ķ launalausu leyfi į réttindatķmabilinu į ég rétt į fęšingarorlofi ?
 33. Eiga foreldrar fjölbura rétt į lengra orlofi?
 34. Eiga foreldrar einhvern rétt ef um fósturlįt er aš ręša?
 35. Eiga foreldrar einhvern rétt ef um andvana fęšingu er aš ręša?
 36. Ég žarf aš hętta aš vinna vegna veikinda į mešgöngu į ég einhvern rétt į lengingu śr Fęšingarorlofssjóši?
 37. Hvernig er meš męšur sem veikjast ķ tengslum viš fęšingu, hvaša rétt hafa žęr?
 38. Eiga foreldrar rétt į lengra fęšingarorlofi ef barn žarf aš dveljast į sjśkrahśsi?
 39. Eiga foreldrar rétt į lengra fęšingarorlofi vegna alvarlegra veikinda barns?
 40. Hvaš meš konur sem verša aš hętta aš vinna af öryggisrįšstöfunum?
 41. Hver er upphafsdagur fęšingarorlofs ef um ęttleišingu er aš ręša?
 42. Žarf aš skila inn einhverju aukalega ef um ęttleišingu er aš ręša ?
 43. Er skylda aš taka fęšingarorlof fyrstu tvęr vikurnar viš ęttleišingu eins og viš fęšingu barns?
 44. Viš erum aš taka aš okkur barn ķ varanlegt fóstur hverju skilum viš inn sem stašfestir žaš ?
 45. Reiknast fęšingarorlof til starfstķma, ž.e. réttinda hjį vinnuveitanda?
 46. Ég og maki minn fórum ķ tęknifrjóvgun žurfum viš aš skila inn einhverju vegna žess ?
1. Verš ég aš greiša ķ lķfeyrissjóš, stéttarfélag og séreignarsparnaš?
Samkvæmt lögum ber þeim sem fá greitt úr Fæðingarorlofssjóði að greiða í lífeyrissjóð.  Hins vegar er valfrjálst hvort greiða eigi í stéttarfélag og séreignarsjóð.
2. Greišir Fęšingarorlofsjóšur mótframlag ķ séreignarsjóš?
Nei, Fæðingarorlofssjóður greiðir ekki mótframlag.
3. Hvaša mįli skiptir žaš hvort ég greiši ķ stéttarfélag eša ekki?
Ef þú greiðir ekki til stéttarfélags þá missir þú öll þín réttindi hjá viðkomandi stéttarfélagi.
4. Žarf aš senda inn skattkort?
Já, það þarf að senda inn skattkort fyrir 20. þess mánaðar sem greiðsla fer fram, ef nýta á skattkortið hér.
5. Fę ég skattkortiš mitt sjįlfkrafa til baka žegar greišslum er lokiš?
Þegar síðustu greiðslu er lokið verður skattkortið sent til baka á skráð heimilisfang.
6. Er hęgt aš leggja inn greišslur į bankareikning maka?
Nei, greiðslur verða að leggjast inn á reikning og kennitölu umsækjanda.
7. Hvar fę ég vottorš um įętlašan fęšingardag?
Vottorð um áætlaðan fæðingardag er hægt að fá hjá ljósmóður.
8. Ég er aš sękja um fęšingarorlof og er į vinnumarkaši, hverju žarf ég aš skila inn?
Skila þarf inn umsókn, vottorði um áætlaðan fæðingardag (fæst hjá ljósmóður), tilkynningu um fæðingarorlof til vinnuveitanda (umsækjandi og vinnuveitandi verða báðir að undirrita) og afrit af tveimur síðustu launaseðlum.  Ef þú ætlar að nýta skattkortið hjá Fæðingarorlofssjóði þá þarf það að berast fyrir 20. þess mánaðar sem greiðsla fer fram.  Einnig þarf að berast forsjársamningur/faðernisviðurkenning og samþykki forsjárforeldris fyrir fæðingarorlofi forsjárlauss foreldris ef foreldrar eru ekki skráðir í sambúð.
9. Viš erum ekki skrįš ķ sambśš, žarf aš skila einhverju sérstöku vegna žess?
Ef þið eruð ekki skráð í sambúð þá þarf forsjárforeldri barns að veita samþykki sitt fyrir fæðingarorlofi forsjárlauss foreldris.  Einnig þarf að berast faðernisviðurkenning eða samningur um sameiginlega forsjá sem gerður er hjá sýslumanni.
10. Hvar fęr mašur fašernisvišurkenningu?

Faðernisviðurkenningu er hægt að fá hjá sýslumanni eða fyrir dómara skv. ll.kafla barnalaga. Best er að skoða heimasíðu sýslumanna syslumenn.is til að fá nánari upplýsingar.

11. Getur fašir hafiš töku fęšingarorlofs fyrir įętlašan fęšingardag barns?

Barn fætt fyrir 1. júní 2008: Nei, feður geta ekki hafið töku fæðingarorlofs fyrr en við fæðingardag barns í fyrsta lagi.

Barn fætt eftir 1. júní 2008: Já báðir foreldrar geta hafið töku fæðingarorlofs allt að einum mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag barns.

Börn fædd, ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. júlí 2009 eða síðar: Báðir foreldrar geta hafið töku fæðingarorlofs allt að einum mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag barns. Réttur til töku fæðingarorlofs fellur niður við 36 mánaða aldur barns.

12. Hvar skrįi ég aš ég ętli aš dreifa orlofinu mķnu į fleiri mįnuši?
Á blaðið sem vinnuveitandi kvittar undir þ.e. tilkynning um fæðingarorlof á orlofsskiptingin að koma fram.  Í reit 11 hakar þú við að þú ætlir að dreifa orlofinu á lengri tíma og skrifar svo fyrir aftan hvernig þú ætlir að dreifa því
13. Ég ętla aš vera ķ fęšingarorlofi ķ 2 vikur eftir fęšingu barns en töku afgangsins er ekki įkvešinn hvernig snż ég mér ķ žvķ?
Þú skilar inn tilkynningu um fæðingarorlof fyrir þessum 2 vikum og síðan þegar þú ert ákveðin/n hvenær þú ætlar að taka hitt þá sendir þú inn nýja tilkynningu undirritaða af þér og vinnuveitanda.
14. Ég er ekki meš vinnuveitanda (t.d. atvinnuleysisbętur) en į rétt į greišslum śr Fęšingarorlofssjóši, žarf ég aš skila inn tilkynningarblaši?
Já, þú þarft alltaf að skila inn tilkynningarblaði svo hægt sé að sjá hvernig þú ætlar að hafa fæðingarorlofið þitt.  Þar sem þú ert ekki með neinn vinnuveitanda þá kvittar þú undir sjálf/ur.
15. Ég er bśin aš skila inn tilkynningu um tilhögun fęšingarorlofs, en nśna verš ég aš breyta fyrirhugušum dagsetningum. Hvernig snż ég mér ķ žvķ?
Þú verður að skila inn nýrri tilkynningu þar sem þú og vinnuveitandi þinn kvittið undir.  Undir liðnum umsóknir/eyðublöð þar er linkur sem heitir önnur eyðublöð þar er að finna sérstakt eyðublað sem heitir „Breyting á tilhögun fæðingarorlofs“.
16. Get ég tekiš orlofiš mitt hvenęr sem er?

Mæður geta hafið orlof allt að mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag og verða að taka 2 vikur í orlof við fæðingu barns en síðan er alveg frjálst hvernig þær taka afganginn, nema að töku orlofs verður að vera lokið áður en barn verður 18 mánaða. 

Börn fædd fyrir 1. júní 2008, Feður geta hafið töku orlofs við fæðingardag barns og verða að ljúka töku orlofsins fyrir 18 mánaða aldur barns.

Börn fædd eftir 1. júní 2008, Feður geta hafið töku orlofs allt að mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag barns og verða að ljúka töku orlofs fyrir 18 mánaða aldur barns.

Börn fædd, ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. júlí 2009 eða síðar: Báðir foreldrar geta hafið töku orlofs allt að mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag barns og verða að ljúka töku orlofs fyrir 36 mánaða aldur barns.

17. Ég er aš vinna į tveimur stöšum, get ég veriš ķ fęšingarorlofi ķ annarri vinnunni og unniš įfram ķ hinni?
Ekki ef þú ætlar að vera í 100 % orlofi á öðrum staðnum, en hægt er að dreifa orlofi á lengri tíma í skertu starfshlutfalli.
          ( þetta gildir líka um nefndarstörf, þjálfun og aðra launaða aukavinnu )
18. Hvernig kem ég umsókninni til ykkar?
Hægt er að senda umsóknir og önnur gögn með pósti, tölvupósti eða faxi. Skattkort og læknisvottorð verða að berast með pósti þar sem við þurfum frumritin.
19. Hvers vegna žarf ég aš skila inn tveimur launasešlum?
Til að sjá að þú sért í starfi á réttindatímabilinu þar sem þær upplýsingar eru yfirleitt ekki komnar inn hjá RSK. Ekki er tekið mið af tekjum á þessum launaseðlum.
20. Fę ég senda launasešla frį Fęšingarorlofssjóši?
Nei, allir launaseðlar eru sendir í heimabanka viðkomandi.
21. Hversu langt er fęšingarorlofiš hjį móšur og föšur?
Móðir á rétt á þremur mánuðum og faðir á rétt á þremur mánuðum.  Auk þess eiga foreldrar sameiginlegan rétt, þ.e. þrír mánuðir til viðbótar sem annað foreldrið getur tekið í heild eða foreldrar skipt því með sér.  Vegna fjölbura bætist við þriggja mánaða sameiginlegur réttur fyrir hvert barn umfram eitt.
22. Hvenęr fellur réttur til fęšingarorlofs nišur?

Réttur til fæðingarorlofs fellur niður er barnið nær 18 mánaða aldri.

Börn fædd, ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. júlí 2009 eða síðar:
Réttur til fæðingarorlofs fellur niður er barnið nær 36 mánaða aldri.

23. Hvernig er žaš ef annaš foreldriš fellur frį įšur en žaš hefur klįraš rétt sinn til fęšingarorlofs?

Barn fætt fyrir 1. júní 2008: Ef annað foreldranna andast áður en barn nær 18 mánaða aldri og hefur þá ekki tekið út allt fæðingarorlofið sitt þá færist sá réttur sem hinn látni hefur ekki þegar nýtt sér yfir til eftirlifandi foreldris.

Barn fætt eftir 1. júní 2008:

 • Ef annað foreldranna andast áður en barn nær 18 mánaða aldri og hefur þá ekki tekið út allt fæðingarorlofið sitt færist sá réttur sem hinn látni hefur ekki þegar nýtt sér yfir til eftirlifandi foreldris.
 • Í þeim tilvikum er annað foreldrið andast á meðgöngu barns og barnið fæðist lifandi færist réttur þess látna yfir til eftirlifandi foreldris.
 • Foreldri sem er ófært vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss eða afplánunar refsivistar um að annast barn sitt á fyrstu átján mánuðunum eftir fæðingu þess er heimilt að framselja rétt sinn til fæðingarorlofs sem það hefur ekki þegar nýtt sér til hins foreldrisins að hluta eða öllu leyti. Hið sama gildir um ættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur.
24. Ręš ég alveg hvernig ég skipti fęšingarorlofinu mķnu?
Já svo fremi sem það er fyrir 18 mánaða aldur barns.  Orlofstaka má að vísu ekki vera skemur en tvær vikur í senn.  Einnig verða mæður að taka tvær vikur í fæðingarorlof við fæðingu barns.  Annars má taka orlof í heilu lagi, skipta því niður á fleiri en eitt tímabil og/eða það verði tekið samhliða minnkuðu starfshlutfalli.  Allt er þetta í samráði við vinnuveitanda.
25. Hvaš gerist ef vinnuveitandi getur ekki fallist į óskir starfsmannsins um tilhögun fęšingarorlofs?
 Vinnuveitandinn skal að höfðu samráði við starfsmanninn leggja til aðra tilhögun innan viku frá móttökudagsetningu tilkynningar.  Skal það gert skriflega og ástæður tilgreindar fyrir breyttri tilhögun.
26. Hvaš ef samkomulag nęst ekki?
Þá á starfsmaður rétt á því að taka fæðingarorlofið sitt í einu lagi, frá þeim upphafsdegi sem hann ákveður.
27. Hvenęr žarf aš skila umsókn?
Umsókn þarf að skila inn til Vinnumálastofnunar eða til Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga í síðasta lagi sex vikum fyrir áætlaðan fæðingardag.
28. Hverjir öšlast rétt į greišslum śr Fęšingarorlofssjóši?

Barn fætt fyrir 1. júní 2008: Þeir sem hafa verið á vinnumarkaði í meira en 25% starfi síðustu 6 mánuði fyrir fæðingardag barns eða þann tíma sem barn kemur inn á heimili við ættleiðingu eða varanlegt fóstur.

Barn fætt eftir 1. júní 2008: Að auki skal taka til greina starfstíma foreldris í öðrum EES-ríkjum hafi það starfað á innlendum vinnumarkaði a.m.k. síðasta mánuðinn á 6 mánaða tímabilinu. Skilyrði er að foreldri hafi hafið störf á innlendum vinnumarkaði innan 10 virkra daga frá því það hætti störfum á vinnumarkaði í öðru EES-ríki.

29. Hvernig reiknast greišslur sem mašur fęr śr Fęšingarorlofssjóši?

Barn fætt fyrir 1. júní 2008: Mánaðarleg greiðsla til einstaklings í fæðingarorlofi er 80% af meðaltali heildarlauna og er miðað við tvö tekjuár á undan fæðingarári barns eða þess árs er barn kemur inn á heimili við ættleiðingu eða varanlegt fóstur.

Barn fætt eftir 1. júní 2008: Mánaðarleg greiðsla til launþega í fæðingarorlofi er 80% af meðaltali heildarlauna og er miðað við 12 mánaða samfellt tímabil sem lýkur 6 mánuðum fyrir fæðingardag barns.

30. Er eitthvaš žak į greišslum śr Fęšingarorlofssjóši?
31. Hvaš telst samfellt starf?

Barn fætt fyrir 1. júní 2008: Með samfelldu starfi er  átt við að foreldri hafi verið í a.m.k. 25% starfi í hverjum mánuði á innlendum vinnumarkaði yfir tiltekið tímabil.  Enn fremur telst til samfellds starfs eftirfarandi tilvik: 
- orlof eða leyfi samkvæmt lögum, kjarasamningi eða ráðningasamningi þótt ólaunað sé að hluta eða öllu leyti. 
- Sá tími sem foreldri fær greiddar atvinnuleysisbætur eða er á biðtíma eftir þeim eða hefði átt rétt á þeim hefði hann skráð sig án atvinnu samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar.
- Sá tími sem foreldri fær greidda sjúkra- eða slysadagpeninga eða er á biðtíma eftir dagpeningum eða hefði átt rétt á þeim skv. almannatryggingalögum hefði hann sótt um þá til TR enda hafi foreldri látið af launuðum störfum af heilsufarsástæðum.
- Sá tími sem foreldri nýtur bóta frá tryggingarfélagi sem koma í stað launa vegna tímabundins atvinnutjóns af völdum slysa.

Barn fætt eftir 1. júní 2008: Í viðbót við það sem á við um börn fædd fyrir 1. júní 2008 telst sá tími er foreldri fær tekjutengdar greiðslur skv. III. kafla laga um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlegra fatlaðra barna eða hefði átt rétt á slíkum greiðslum hefði foreldri sótt um þær til Tryggingastofnunar ríkisins til starfstíma.

32. Ég var ķ launalausu leyfi į réttindatķmabilinu į ég rétt į fęšingarorlofi ?
Já launalaust leyfi veitir rétt til töku fæðingarorlofs en skila þarf til fæðingarorlofssjóðs staðfestingu vinnuveitanda á launalausa leyfinu ásamt ráðningarsamningi.
33. Eiga foreldrar fjölbura rétt į lengra orlofi?
Sameiginlegur réttur foreldra til greiðslna framlengist um þrjá mánuði fyrir hvert barn umfram eitt.
34. Eiga foreldrar einhvern rétt ef um fósturlįt er aš ręša?
Sameiginlegur réttur er tveir mánuðir vegna fósturláts eftir 18 vikna meðgöngu. Með umsókn þarf að fylgja læknisvottorð.  Foreldrar verða að vera gift eða skráð í sambúð til þess að faðirinn eigi rétt. Einungis er heimilt að taka orlofið út næstu tvo mánuði eftir fósturlát.
35. Eiga foreldrar einhvern rétt ef um andvana fęšingu er aš ręša?

Sameiginlegur réttur er þrír mánuðir vegna andvana fæðingar eftir 22 vikna meðgöngu.  Með umsókn þarf að fylgja læknisvottorð.  Foreldrar verða að vera gift eða skráðir í sambúð til þess að faðirinn eigi rétt. Einungis er heimilt að taka orlofið út næstu þrjá mánuði eftir andvana fæðingu.

36. Ég žarf aš hętta aš vinna vegna veikinda į mešgöngu į ég einhvern rétt į lengingu śr Fęšingarorlofssjóši?
Barnshafandi kona sem leggur niður launuð störf af heilsufarsástæðum meira en mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag barns getur átt rétt á lengingu á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði að hámarki í tvo mánuði.  Beri fæðingu að fyrir áætlaðan fæðingardag barns fellur rétturinn niður frá þeim tíma og hefst þá hið hefðbundna fæðingarorlof.
37. Hvernig er meš męšur sem veikjast ķ tengslum viš fęšingu, hvaša rétt hafa žęr?
Heimilt er að framlengja rétt til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði til móður um allt að tvo mánuði vegna alvarlegra veikinda hennar sjálfrar sem eru í tengslum við fæðingu.  Miðað er við að veikindi móður megi rekja til  fæðingar sem valdi því að hún geti ekki annast barn sitt.
38. Eiga foreldrar rétt į lengra fęšingarorlofi ef barn žarf aš dveljast į sjśkrahśsi?
Þurfi barn að dveljast lengur en sjö daga á sjúkrahúsi vegna veikinda eða fyrirburafæðingar er heimilt að framlengja samanlagðan rétt foreldra til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði um þann dagafjölda.  Upphaf greiðslna miðast þá við fæðingardag barns og lok við fyrstu heimkomu þess, að hámarki fjórum mánuðum síðar.
39. Eiga foreldrar rétt į lengra fęšingarorlofi vegna alvarlegra veikinda barns?
Ef barn er alvarlega veikt og nánari umönnun foreldris er nauðsynleg er heimilt að framlengja sameiginlegan rétt foreldra til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði í allt að þrjá mánuði. (Getur bæst við fjóra mánuði vegna sjúkrahúsdvalar).
40. Hvaš meš konur sem verša aš hętta aš vinna af öryggisrįšstöfunum?
 - Vinnuveitandi skal breyta tímabundið vinnuskilyrðum/ og eða vinnutíma konunnar.
- Ef því verður ekki við komið af tæknilegum eða öðrum gildum ástæðum skal vinnuveitandi fela konunni önnur verkefni eða
- Leyfi frá öðrum störfum í svo langan tíma sem nauðsynlegt er til að vernda öryggi hennar og heilbrigði.
- Ef veita þarf þungaðri konu leyfi frá störfum samkvæmt ákvæði þessu á hún rétt á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði, (ef hún uppfyllir öll skilyrði á greiðslum úr sjóðnum).  Berast verður greinargerð frá vinnuveitanda vegna öryggisráðstafana.
41. Hver er upphafsdagur fęšingarorlofs ef um ęttleišingu er aš ręša?
Við ættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur er miðað við þann tíma þegar barnið kemur inn á heimilið en heimilt er að fæðingarorlofið hefjist við upphaf ferðar ef sækja þarf barn til annarra landa.
42. Žarf aš skila inn einhverju aukalega ef um ęttleišingu er aš ręša ?
Já skila þarf inn samningi frá íslenskri ættleiðingu og forsamþykki frá Dómsmálaráðuneytinu vegna ættleiðinga erlendis frá.
43. Er skylda aš taka fęšingarorlof fyrstu tvęr vikurnar viš ęttleišingu eins og viš fęšingu barns?
Nei, það er ekki skylda, en réttur til fæðingarorlofs fellur niður þegar 18 mánuðir eru liðnir frá því að barnið kom inn á heimilið.
44. Viš erum aš taka aš okkur barn ķ varanlegt fóstur hverju skilum viš inn sem stašfestir žaš ?
Skila þarf til fæðingarorlofssjóðs staðfestingu frá Barnaverndarnefnd eða öðrum til þess bærum aðilum að um varanlegt fóstur sé að ræða.
45. Reiknast fęšingarorlof til starfstķma, ž.e. réttinda hjį vinnuveitanda?

Já, starfsmaður í fæðingarorlofi heldur réttindum sínum á meðan hann er í fæðingarorlofi, en ekki launum nema með samkomulagi við vinnuveitanda eða samkvæmt kjarasamning.

 

46. Ég og maki minn fórum ķ tęknifrjóvgun žurfum viš aš skila inn einhverju vegna žess ?
Já skila þarf inn samþykki maka fyrir tæknifrjóvgun frá viðurkenndri stofnun ( ART Medica ).

Spurt og svarašReiknivél - śtreikningur greišslnaLęknisvottoršŚrskuršir śrskuršarnefndar fęšingar- og foreldraorlofsmįlaViltu lįta gott af žér leiša ķ fęšingarorlofinu ?island.isNorręn vefgįtt um almannatryggingarInformation & applications in other languagesEnska / english

Samskipti

Vinnumálastofnun -
Fæðingarorlofssjóður
Strandgötu 1
530 Hvammstanga
Netfang / Fyrirspurnir
faedingarorlof@vmst.is

Opið er alla virka daga
hjá Fæðingarorlofssjóði á
Hvammstanga frá kl. 09:00 - 15:30.

Opið er alla virka daga í
Kringlunni 1 í Reykjavík frá
kl. 09:00 - 13:00.

Símatími er frá 9 - 15 alla virka daga. 

Sími: 582-4840
Fax:   582-4850

Kennitala:
450101 – 3380
Bankaupplýsingar:
111 – 26 – 1800


Stjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré Hamur fyrir sjónskerta

Mynd

Fęšingarorlofssjóšur