Beint į leišarkerfi vefsins

Fęšingarorlofssjóšur

Í 13. mgr. 19. gr. ffl. kemur fram að heimilt er að greiða móður fæðingarstyrk þó að hún uppfylli ekki skilyrði um að hafa staðist kröfur um námsframvindu og/eða ástundun enda hafi hún ekki getað stundað nám á meðgöngu vegna heilsufarsástæðna.

Í athugasemdum með ákvæðinu kemur fram að átt er við sambærilegar heilsufarsástæður og eiga við um veikindi móður sem valda óvinnufærni hennar á meðgöngu og fjallað er um hér að framan í kafla um veikindi móður á meðgöngu.

Mikilvægt er að læknir rökstyðji hvort hann telji að heilsufarsástæður móður á meðgöngu hafi haft áhrif á námsframvindu og/eða ástundun náms og þá á hvaða önn eða önnum. Þá er mikilvægt að niðurstaða læknisskoðunar komi fram.

Gögn sem þurfa að berast:
1. Hefðbundin umsókn um fæðingarstyrk námsmanna og beiðni um nýtingu persónuafsláttar standi til að nýta hann hjá Fæðingarorlofssjóði, sjá hér.
2. Læknisvottorð vegna veikinda móður í námi (sjá form hér að neðan).
3. Staðfesting frá skóla um að móðir hafi verið skráð í fullt nám.

Hér má nálgast staðlað form læknisvottorðs:
Vottorð vegna veikinda móður í námi (DOC)
Medical certificate for adequate educational performance and/or sufficient progress of studies (English version - DOC)

Síðast uppfært 11. júní 2018


Stjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré Hamur fyrir sjónskerta

Mynd

Fęšingarorlofssjóšur