Beint į leišarkerfi vefsins

Fęšingarorlofssjóšur

Í lögum um fæðingar- og foreldraorlof (ffl.) og reglugerð (rgl.) er að finna nokkrar undanþágur frá fullu námi:

  • Í 11. mgr. 19. gr. ffl. kemur fram að heimilt er að greiða foreldri fæðingarstyrk þrátt fyrir að skilyrði um fullt nám í a.m.k. 6 mánuði á síðustu 12 mánuðum fyrir fæðingu barns, ættleiðingu eða varanlegt fóstur sé ekki uppfyllt hafi foreldri verið samfellt í a.m.k. 6 mánuði á innlendum vinnumarkaði fram til þess að námið hófst.
  • Í 12. mgr. 19. gr. ffl. kemur fram að heimilt er að greiða foreldri fæðingarstyrk sem námsmanni þegar foreldri hefur lokið a.m.k. einnar annar námi og hefur síðan verið samfellt á innlendum vinnumarkaði. Skilyrði er að nám og starf hafi verið samfellt í a.m.k. 6 mánuði.
  • Í 16. gr. rgl. kemur fram að heimilt er að greiða foreldri fæðingarstyrk sem námsmanni þó foreldri fullnægi ekki skilyrði um fullt nám þegar foreldri á eftir minna en sem nemur 75% námi á síðustu önn í námi og ljóst er að viðkomandi er að ljúka tiltekinni prófgráðu. Skal foreldri jafnframt fullnægja öðrum skilyrðum 19. gr. ffl.
  • Í 13. mgr. 19. gr. ffl. er að finna undanþágu vegna veikinda móður í námi, sjá nánar hér.

Síðast uppfært 11. júní 2018


Stjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré Hamur fyrir sjónskerta

Mynd

Fęšingarorlofssjóšur