Beint ß lei­arkerfi vefsins

FŠ­ingarorlofssjˇ­ur

Ef öryggi og heilbrigði þungaðrar konu, konu sem hefur nýlega alið barn eða konu sem er með barn á brjósti er í hættu samkvæmt sérstöku mati skal vinnuveitandi gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja öryggi konunnar með því að breyta tímabundið vinnuskilyrðum og/eða vinnutíma hennar. Ef því verður ekki við komið af tæknilegum eða öðrum gildum ástæðum skal vinnuveitandi fela konunni önnur verkefni en að öðrum kosti veita henni leyfi frá störfum í svo langan tíma sem nauðsynlegt er til að vernda öryggi hennar og heilbrigði, sjá nánar í reglugerð nr. 931/2000 um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti

Þær breytingar sem teljast nauðsynlegar á vinnuskilyrðum og/eða vinnutíma konu samkvæmt framangreindu skulu ekki hafa áhrif á launakjör hennar til lækkunar eða önnur starfstengd réttindi.

Ef veita þarf þungaðri konu leyfi frá störfum samkvæmt framangreindu kann hún að eiga rétt á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði. Á einungis við um konur sem eru starfsmenn í skilningi laga um fæðingar- og foreldraorlof.

Gögn sem þurfa að berast:
1. Hefðbundin umsókn um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, tilkynning um tilhögun fæðingarorlofs, vottorð um væntanlegan fæðingardag, tveir síðustu launaseðlar og beiðni um nýtingu persónuafsláttar standi til að nýta hann hjá Fæðingarorlofssjóði, sjá hér.
2. Vottorð og rökstuðningur vinnuveitanda um að veita þungaðri konu leyfi frá störfum vegna öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum, sjá hér.

Fyrir vinnuveitendur: 
Leiðbeiningar um áhættumat í starfsumhverfi þungaðra kvenna og kvenna sem hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti. (PDF)

Síðast uppfært 11. júní 2018


Stjˇrnbor­

ForsÝ­a vefsins StŠkka letur Minnka letur Senda ■essa sÝ­u Prenta ■essa sÝ­u VeftrÚ Hamur fyrir sjˇnskerta

Mynd

FŠ­ingarorlofssjˇ­ur