Beint ß lei­arkerfi vefsins

FŠ­ingarorlofssjˇ­ur

Í 1. mgr. 17. gr. ffl. kemur fram að heimilt er að framlengja sameiginlegan rétt foreldra til fæðingarorlofs um allt að sjö mánuði ef um er að ræða alvarlegan sjúkleika barns eða alvarlega fötlun sem krefst nánari umönnunar foreldris.

Þá segir í athugasemdum með ákvæðinu að miðað er við að alvarlegur sjúkdómur eða alvarleg fötlun barns krefjist sérstakrar umönnunar umfram það sem eðlilegt er við umönnun ungbarna án tillits til þess hvort barn liggi í lengri eða skemmri tíma á sjúkrahúsi. Er þá ekki átt við tilfallandi veikindi barna, svo sem hlaupabólu, eyrnabólgu eða aðra álíka sjúkdóma enda þótt veikindin geti verið þrálát.

Mikilvægt er að læknir leggi áherslu á að rökstyða þá sérstöku umönnun umfram það sem eðlilegt er við umönnun ungbarna sem alvarlegi sjúkleikinn eða alvarlega fötlunin krefst og þá í hversu langan tíma. Þá er mikilvægt að niðurstaða læknisskoðunar komi fram.

Gögn sem þurfa að berast:
1. Vottorð vegna alvarlegs sjúkleika og/eða fötlunar barns (sjá form hér að neðan).

Hér má nálgast staðlað form læknisvottorðs: 
Vottorð vegna alvarlegs sjúkleika og/eða fötlunar barns (DOC)
Medical certificate for maternity leave due to disease in a child (English version - DOC) 

Síðast uppfært 11. júní 2018


Stjˇrnbor­

ForsÝ­a vefsins StŠkka letur Minnka letur Senda ■essa sÝ­u Prenta ■essa sÝ­u VeftrÚ Hamur fyrir sjˇnskerta

Mynd

FŠ­ingarorlofssjˇ­ur