Beint ß lei­arkerfi vefsins

FŠ­ingarorlofssjˇ­ur

3.1.2013

Helstu lagabreytingar og hŠkkanir ß grei­slum n˙ um ßramˇtin

Alþingi samþykkti þann 22. desember sl. breytingar á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, sem öðluðust gildi þann 1. janúar 2013 og eiga við um foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2013 og síðar, sbr. þó ákvæði um lengingu fæðingarorlofs úr 9 í 12 mánuði. Helstu breytingar eru þessar:

1. Réttur til töku fæðingarorlofs eða fæðingarstyrkja fellur niður er barn nær 24 mánaða aldri eða 24 mánuðum eftir ættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur.

2. Einhleyp móðir sem hefur gengist undir tæknifrjóvgun eða einhleypt foreldri sen hefur ættleitt barn eða tekið í varanlegt fóstur öðlast rétt til fæðingarorlofs eða fæðingarstyrks í allt að níu mánuði og síðan í áföngum í 12 mánuði, sjá nánar í tölulið 6.

3. Mánaðarleg greiðsla Fæðingarorlofssjóðs til foreldris í fæðingarorlofi verður 80% af meðaltali heildarlauna foreldris á ákveðnu viðmiðunartímabili en þó að hámarki 350.000 kr.

4. Hámarksgreiðslur hækka úr 300.000 kr. á mánuði í 350.000 kr. á mánuði.

5. Breytingar verða á heimild til að framlengja sameiginlegan rétt foreldra til fæðingarorlofs eða fæðingarstyrkja vegna veikinda barns. Verður nú heimilt að framlengja réttinn um allt að sjö mánuði ef um alvarlegan sjúkleika barns eða alvarlega fötlun er að ræða sem krefst nánari umönnunar foreldris. Ekki er lengur gerð krafa um að barn hafi dvalist á sjúkrahúsi lengur en sjö sólarhringa í beinu framhaldi af fæðingu barns svo til lengingar vegna sjúkrahúsdvalar geti komið eins og var skv. eldra ákvæði.

6. Gert er ráð fyrir að tímabil fæðingarorlofs og fæðingarstyrkja verði lengt í áföngum úr 9 mánuðum í 12 á árunum 2014 – 2016 og þannig muni bætast við einn mánuður á hverju ári vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2014 og síðar, 1. janúar 2015 og síðar og 1. janúar 2016 og síðar. Þannig verði sjálfstæður réttur foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2014 3,5 mánuðir og sameiginlegur réttur 3 mánuðir. Alls verður rétturinn því 10 mánuðir árið 2014. Á árinu 2015 verður sjálfstæður réttur foreldra 4 mánuðir og sameiginlegur réttur 3 mánuðir þannig að rétturinn verður alls 11 mánuðir á árinu 2015. Á árinu 2016 verður tímabil fæðingarorlofs og fæðingarstyrkja síðan 12 mánuðir þannig að sjálfstæður réttur hvors foreldris um sig verður 5 mánuðir og sameiginlegur réttur 2 mánuðir.

Hægt er að skoða breytingarnar í heild sinni og meðferð málsins á Alþingi með því að smella hér.

Velferðarráðherra samþykkti jafnframt að hækka lágmarksgreiðslur og greiðslur fæðingarstyrkja á árinu 2013. Þannig munu lágmarksgreiðslur til foreldra í 25 – 49% starfi hækka úr 91.950 kr. í 94.938 kr. á mánuði. Lágmarksgreiðslur til foreldra í 50 – 100% starfi munu hækka úr 127.437 kr. í 131.578 kr. á mánuði. Greiðsla fæðingarstyrks til foreldra utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi hækkar úr 55.608 kr. í 57.415 kr. og fæðingarstyrkur námsmanna hækkar úr 127.437 kr. í 131.578 kr. á mánuði.

Með kveðju,
starfsfólk Vinnumálastofnunar - Fæðingarorlofssjóðs


Enska / englishReiknivÚl - ˙treikningur grei­slna┌rskur­ir ˙rskur­arnefndar fŠ­ingar- og foreldraorlofsmßlaLŠknagßttSpurt og svara­┴ttu von ß barniisland.isNorrŠn vefgßtt um almannatryggingar

Samskipti


Fæðingarorlofssjóður:
Strandgata 1, 530 Hvammstanga
Kt. 450101-3380
Banki: 0111-26-1800

Opnunartímar:
Hvammstangi frá 9-15.
Kringlan 1 Reykjavík, sjá hér.
Aðrar þjónustuskrifstofur, sjá hér. 

Símatímar:
Alla virka daga frá 9-15.

Sími: 515-4800
Fax: 582-4850
Netfang: faedingarorlof@vmst.is

Text marker
Hefur þú ábendingu um
hvernig bæta megi þjónustu
Fæðingarorlofssjóðs?

 Ábendingar 

 


Slˇ­:

FrÚttir

Stjˇrnbor­

ForsÝ­a vefsins StŠkka letur Minnka letur Senda ■essa sÝ­u Prenta ■essa sÝ­u VeftrÚ Hamur fyrir sjˇnskerta

Mynd

FŠ­ingarorlofssjˇ­ur